Um okkur

Ormstungur er umræðuþáttur þar sem tveir kennarar, Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi, ræða helstu Íslendingasögurnar á léttu nótunum.

Tilgangur hlaðvarpsins er að styðja við lestur og upplifun á Íslendingasögunum.


Bækurnar hans Hjalta má fá í helstu bókabúðum landsins! Hjá Bókabeitunni og hjá Storytel.

Hjalti Halldórsson

Hjalti Halldórsson er grunnskólakennari við unglingadeild Langholtsskóla og rithöfundur með mikið miðaldablæti. Hann hefur gefið út þegar þetta er skrifað sjö barna- og ungmenna bækur; Af hverju ég?, Drauminn, Ys og þys út af ÖLLU!, Ofurhetjuna, Eldinn, Grænu geimveruna, og Veran í vatninu.

Í bókum sínum hefur Hjalti sótt sótt sér innblástur í Íslendingasögurnar. Það hefur samt ekki verið næg útrás fyrir miðaldablætið að skrifa, því hann hefur birst á sjónvarpsskjáum landsmanna sem víkingur í þáttunum Víkingaþrautin í Stundinni okkar. Auk þess heldur hann úti þessu hlaðvarpi.

Hann þarf að leita sér aðstoðar...

Oddur Ingi Guðmundsson

Oddur Ingi er grunnskólakennari við unglingadeild Langholtsskólaa og knattspyrnuþjálfari. Þá spilaði hann lengi vel með meistaraflokki Fylkis í knattspyrnu.

Hann hefur lengi haft áhuga á Íslendingasögunum en sá áhugi kviknaði af alvöru þegar hann fór að kenna þær með Hjalta. Miðaldablæti Hjalta er sem sagt bráðsmitandi!

Uppáhaldsstaður Odds Inga í öllum heiminum er Geirþjófsfjörður.