Barnabækur byggðar á Íslendingasögunum

Barnabækur byggðar á Íslendingasögunum

Af hverju ég?

Byggð á Egils sögu Skallagrímssonar

Bókin segir frá Agli, ungum dreng sem elst upp í Borgarnesi. Hann á ekki sjö dagana sæla þar sem hann á það til að lenda í vandræðum, eða veseni eins og hann kallar það sjálfur. Sjálfur vill hann þó meina að árekstrar hans við skólafélaga og fjölskyldumeðlimi séu alls ekki sér að kenna. Þvert á móti sé hann betur gefinn en flestir samferðamenn sínir en þrátt fyrir það lendir hann fyrir sakir óheppni sinnar og ósanngirni annarra í veseni.

Blaðsíður: 124
Hljóðbók: 2 klst

Höfundur: Hjalti Halldórsson
Flokkur: Barnabækur
Útgáfuár: 2017

Námsefni fylgir með bókinni!

Draumurinn

Byggð á Grettis sögu

Draumurinn segir frá afdrifaríku atviki sem setur líf tilvonandi knattspyrnuhetju á annan endann, enda á það sér stað viku áður en Íslandsmótið í 4. flokki hófst. Á daginn kemur að þó að refsingin virtist í fyrstu alveg hræðileg reynist hún síðan vera það besta sem komið gat fyrir.

Blaðsíður: 125
Hljóðbók: 2 klst
14 mín

Höfundur: Hjalti Halldórsson
Flokkur: Barnabækur
Útgáfuár: 2018

Ys og þys út af ÖLLU?

Byggð á Laxdæla sögu

Þrenningin Guðrún, Kjartan og Bolli eru á leiðinni í síðasta skólaferðalagið fyrir unglingadeildina. ALLT skiptir máli. Þau ætla ÖLL að fá ALLT út úr þessari ferð. En áður en þau eru einu sinni komin á staðinn fara ALLAR áætlanir út um þúfur. Fyrr en varir snýst ÖLL ferðin um stríð! Ys og þys út af ÖLLU! er bráðsfjörug saga um vináttu, misskilning, hrekki, svik, hefnd … og svolítið um ástina.

Blaðsíður: 125
Hljóðbók: 2 klst
7 mín

Höfundur: Hjalti Halldórsson
Flokkur: Barnabækur
Útgáfuár: 2019

Námsefni fylgir með bókinni!

Ofurhetjan

Byggð á Gunnlaugs sögu Ormstungu

Gulla dreymir um að verða eitthvað meira en ósköp venjulegur drengur. Með hjálp Helgu vinkonu sinnar uppgötvar hann óvænt áður óþekktan hæfileika sem breytir lífi hans. Hann setur á sig grímuna og verður Ormstunga, ofurhetja sem berst gegn eineltisseggjum.

Hverju er Gulli tilbúinn til að fórna til að ráða að niðurlögum erkióvinarins? Ofurhetjan er æsispennandi saga um ALVÖRU ofurhetju.

Blaðsíður: 172
Hljóðbók: 2 klst
44 mín

Höfundur: Hjalti Halldórsson
Flokkur:
Ungmennabækur
Útgáfuár: 2020

Eldurinn

Byggð á Brennu-Njáls sögu

Hefur þig alltaf langað að leika lausum hala í skólanum eftir lokun? Fara í feluleik, setja teiknibólu í kennarastólinn, aftengja skólabjölluna.

Halla, Hildigunnur, Kári og Skarpi eru ein í skólanum, hvert með sína ástæðu. Það stóð samt aldrei til að kveikja í … eða hvað?

Blaðsíður: 142
Hljóðbók: 2 klst
40 mín

Höfundur: Hjalti Halldórsson
Flokkur:
Ungmennabók
Útgáfuár: 2021

Umsagnir

,,Of­ur­hetj­an er saga sem skil­ur tölu­vert eft­ir sig í huga les­and­ans og get­ur vakið þarfa umræðu um erfið mál. Óhætt er að mæla með henni fyr­ir eldri börn og ung­linga."


,,Þrátt fyr­ir að viðfangs­efn­in séu þung er sag­an upp­full af húm­or og text­inn lip­ur og skemmti­leg­ur."


Morgunblaðið

⭐ ⭐ ⭐ ⭐

17. desember 2020

" Bókin er hin fínasta skemmtun og tilvalin í jólapakkann fyrir unga lestrarhesta."

Morgunblaðið↗
⭐ ⭐ ⭐ 1/2
23. desember 2019

"Þessi léttleiki gerir mikið fyrir framvindu sögunnar, sem einnig er spennandi, og sögur af börnum og fullorðnum og samskiptum þeirra gera Drauminn að bráðskemmtilegri barnabók."

Morgunblaðið↗
⭐ ⭐ ⭐ 1/2
14. desember 2018

Barnabókahöfundurinn Hjalti Halldórsson

Barnabókahöfundurinn Hjalti Halldórsson annar þáttastjórnandi Ormstunga hefur gefið út sjö barnabækur og margar þeirra eru byggðar á Íslendingasögununum.