Ys og þys út af ÖLLU?
Byggð á Laxdælu

Þrenningin Guðrún, Kjartan og Bolli eru á leiðinni í síðasta skólaferðalagið fyrir unglingadeildina. ALLT skiptir máli. Þau ætla ÖLL að fá ALLT út úr þessari ferð. En áður en þau eru einu sinni komin á staðinn fara ALLAR áætlanir út um þúfur. Fyrr en varir snýst ÖLL ferðin um stríð! Ys og þys út af ÖLLU! er bráðsfjörug saga um vináttu, misskilning, hrekki, svik, hefnd … og svolítið um ástina.


Höfundur: Hjalti Halldórsson
Tungumál: Íslenska
Flokkur: Barnabækur
Útgefandi:
Bókabeitan

Bókarsnið: Harðspjalda

Blaðsíðufjöldi: 125
Útgáfuár: 2019
ISBN: 9789935499646

Bókarsnið: Hljóðbók

Lesari: Hjalti Halldórsson
Lengd: 2 kukkustundir og 7 mínútur
Útgáfudagur: 25. desember 2020
ISBN: 9789935519528

Bókarsnið: Rafbók

Útgáfudagur: 25. desember 2020
ISBN: 9789935499646



Umsagnir

" Bókin er hin fínasta skemmtun og tilvalin í jólapakkann fyrir unga lestrarhesta."

⭐ ⭐ ⭐ 1/2

23. desember 2019

Hjalti í viðtal hjá Krakkakiljunni hjá KrakkaRÚV

Krakkakiljan

Krakkakiljan - Ys og þys út af öllu

Í Krakkakiljunni í dag fjöllum við um Ys og þys út af öllu eftir Hjalta Halldórsson. Bókaormur þáttarins er Bjartur Fritz.

Umsjón: Jóhannes Ólafsson

BIRT
18. sept. 2020