Gísla Saga Súrssonar Hlaðvarp
Hlaðvarp Ormstunga um Gísla sögu Súrssonar stendur saman af 14 þáttum
Hlaðvarpið umræðuþáttur þar sem tveir kennarar, Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi, ræða um sögu Gísla Súrssonar á léttu nótunum. Hlaðvarpið er hugsað sem stuðningur við lestur bókarinnar og sem ítarefni fyrir nemendur sem eru að fræðast um bókina. Það er til námsefni sem inniheldur verkefni sem tengjast sögunni.
Hlaðvarpið finnur þú á helstu hlaðvarpsveitum eins og Apple Podcast, Spotify, Overcast, Castbox og fleiri stöðum.
Gísla saga Súrssonar kaflar 23-24
Ormstungum hefur ekki tekist að fanga Gísla. Þá er kynntur til sögunnar 007 Íslands, útsendari Eyjólfs gráa, sjálfur Njónsar-Helgi. Gísli reynir enn að fá bróður sinn til að hjálpa sér en Þorkell hafði ekki lesið 152. kafla Njálu og skilur við bróður sinn beran að baki.
Námsefni úr Gísla sögu Súrssonar
Ertu kennari eða nemandi að fjalla um Gísla sögu. Hér er skemmtilegt verkefni sem tengjast bókinni.