Gísla Saga Súrssonar Hlaðvarp

Hlaðvarp Ormstunga um Gísla sögu Súrssonar stendur saman af 14 þáttum

Hlaðvarpið umræðuþáttur þar sem tveir kennarar, Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi, ræða um sögu Gísla Súrssonar á léttu nótunum. Hlaðvarpið er hugsað sem stuðningur við lestur bókarinnar og sem ítarefni fyrir nemendur sem eru að fræðast um bókina. Það er til námsefni sem inniheldur verkefni sem tengjast sögunni.

Hlaðvarpið finnur þú á helstu hlaðvarpsveitum eins og Apple Podcast, Spotify, Overcast, Castbox og fleiri stöðum.


Hlusta á hlaðvarpið um Gísla sögu Súrssonar

Hér til hliðar geturðu smellt á mismunandi hlaðvarpsveitur og farið beint í fyrsta þáttinn þar sem sagan er kynnt og hlaðvarpið.
Að neðan geturðu svo smellt á hlekki til að fara beint á ákveðna þætti.

Gísla Saga Súrssonar - Lagt á borð

Varúð! Hjalti og Oddur eru komnir til Vestfjarða. Það eru blikur á lofti. Útlaginn sjálfur er á skurðarborðinu og það súrnar í stúdíóinu um leið og krufningin hefst.

Gísla saga Súrssonar kaflar 1-3

Eins og allar góðar sögur byrjar Gísla saga í Noregi. Nánar tiltekið í Súrnadal. Stemmningin er eins og nafn dalsins gefur til kynna - súr.

Gísla saga Súrssonar kaflar 4-6

Vestfirðir 952. Það er súld. Lönd eru keypt, fólk giftist og vinir skera sig á púls. Basic

Gísla saga Súrssonar kaflar 7-10

Nú dregur til tíðinda. Bræður skipta búi og eftir stendur spurningin: Stendur oft illt af kvennahjali?

Gísla saga Súrssonar kaflar 11-13

Allt vitlaust fyrir vestan! Vötn renna öll til Dýrafjarðar, reflar eru gefnir en ekki þegnir og að lokum er framið morð. Síðast en ekki síst mætir Nefið til leiks.

Gísla saga Súrssonar kaflar 14-16

Þorgrímur reimar skó... já það er merkilegt! Grásíða fær að væta sig blóði í annað sinn og það í höndum manns á nærbuxunum.

Gísla saga Súrssonar kaflar 17-19

Nefið belgir út nasirnar og hnusar í allar áttir. Það hefur voveiflegar afleiðingar síðar meir en fyrst er Nefinu komið fyrir kattarnef. Þess á milli játar Gísli á sig morð.

Gísla saga Súrssonar kaflar 20-22

Ormstungur missa Gísla frá sér og hann hrekst að heiman og fer í leiðinni illa með þrælinn Þórð. Hann er dæmdur sekur og fer að finna fyrir ónotum í maganum.

Gísla saga Súrssonar kaflar 23-24

Ormstungum hefur ekki tekist að fanga Gísla. Þá er kynntur til sögunnar 007 Íslands, útsendari Eyjólfs gráa, sjálfur Njónsar-Helgi. Gísli reynir enn að fá bróður sinn til að hjálpa sér en Þorkell hafði ekki lesið 152. kafla Njálu og skilur við bróður sinn beran að baki.

Gísla saga Súrssonar kaflar 25-27

Njósnar-Helgi sýnir hvers hann er megnugur en Gísli er snjallari. Hann er nú orðinn frægur enda enginn hraustari eða hugrakkari. Ekki er hann þó gæfumaður.

Gísla saga Súrssonar kaflar 28-30

Þorkell fellur, ekki fyrir eigin hendi en þó fyrir eigin sverði. Gestur hinn spaki er farinn að toga í spotta. Magaverkir Gísla ágerast og valda honum slæmum draumförum. Hann er þó háll sem áll og ólíklegt að Ormstungur geti nokkurn tímann fangað hann.

Gísla saga Súrssonar kaflar 31-33

Njósnar-Helgi fær háðuglega útreið, en ekki verri en Eyjólfur grái þegar feðraveldið fær á snúðinn. Gísla er orðið svo illt í maganum að hann fær sturlaða drauma.

Gísla saga Súrssonar kaflar 34-38

Lokaorustan harðnar. Gísli fer upp á Einhamar og fellur þaðan. Við föllum öll með honum og Ormstungur falla endanlega á prófinu.

Gísla saga uppgjör

Gíslinn gerður upp og við förum í sjálfskipaða útlegð frá Vestfjörum #jesuisGísli

Námsefni úr Gísla sögu Súrssonar

Ertu kennari eða nemandi að fjalla um Gísla sögu. Hér er skemmtilegt verkefni sem tengjast bókinni.