Sjónvarpsefni
Um sjónvarpsþættina
Þættirnir sem þú getur nálgast hérna að neðan voru framleiddir haustið 2022 og vorið 2023 í samvinnu við Menntakastið. Þeir geta nýst vel við kennslu Íslendingasagnanna eða bara sem almenn skemmtun. Njótið.
Íslendingasögurnar
Hjalti og Oddur útskýra allt það helsta sem þú þarft að vita um Íslendingasögurnar.
Grettis saga
Hjalti og Oddur grípa í Grettis sögu og segja þér frá ævintýrum Grettis hins sterka.
Laxdæla
Ormstungur segja þér frá hinni ástsælu Laxdæla sögu.
Egils saga
Egill Skallagrímsson var óvenjulegt barn. Ormstungur fara aðeins yfir barnæsku Egils.
Gunnlaugs saga ormstungu
Ormstungur útskýra hólmgöngur og leiða þig í gegnum útrásarævintýri Gunnlaugs Illugasonar
Gísla saga Súrssonar
Vissir þú að það er um 1000 ára gömul óleyst morðgáta. Ormstungur segja þér af hverju það fór allt í bál og brand á Vestfjörðum hjá Gísla Súrssyni.
Hrafnkels saga Freysgoða
Mafíósastælar á Austurlandi. Hjalti og Oddur segja þér frá Hrafnkels sögu.
Kjalnesinga saga
Búi Andríðsson var ungur maður og margir segja unglingaveikur. Ormstungur segja þér frá ævintýrum hans á Kjalarnesi.