Íslendingasögurnar á mannamáli

ÍSLENDINGASÖGURNAR Á MANNAMÁLI PRENT A4.pdf

Íslendingasögurnar á mannamáli

Smelltu á myndina hér til hliðar til þess að nálgast námsefnið!

Íslendingasögurnar á mannamáli er kennsluhefti í formi hlaðvarpsþátta og þessa verkefnaheftis. Ætlast er til aðnemendur hlusti á hlaðvarpsþátt og vinni svo verkefni úr þeim þætti.

Verkefnaheftið inniheldur skriflegar útskýringar á hugtökunum, dæmi um notkun þeirra og verkefni. Verkefninbyggjast á sköpun nemenda sjálfra og miðuð að hugmyndaheimi þeirra og forþekkingu. Auðvelt er að aðlaga verkefnin að styrkleikum, áhugasviði og hæfni hvers og eins. 

Tilgangurinn er að hjálpa nemendum að tengja við Íslendingasögurnar en ekki síst að fá þau til að tjá sig út frá þeim. Markmið kennsluefnisins er að auka lesskilning og hjálpa þeim lesendum sem eru að kynnast Íslendingasögunum í fyrsta sinn að öðlast skilning á efni þeirra og inntaki og hvernig ýmis orð og hugtök í þeim fléttast inn í íslenska menningu. Verkefninu er einnig ætlað að styðja við almennt lestur og upplifun á Íslendingasögunum og tengja sögurnar við sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar og sögu hennar.

Þættina finnur þú á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify, Apple Podcasts og Castbox.