Ormstungur Hlaðvarp
,,Það verða einhverjir að mæla skapanna málum og það mun fram koma sem auðið verður"
Hlusta á hlaðvarpið Ormstungur
Hlaðvarpið Ormstungur er umræðuþáttur þar sem grunnskólakennararnir Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi Guðmundsson fara í gegnum Íslendingasögurnar á léttu nótunum. Hlaðvarpið er ætlað að styðja við lestur og upplifun á Íslendingasögunum.
Þáttaröðin og námsefnið er styrkt af þróunarsjóði námsgagna.
Íslendingasögurnar á mannamáli
Smelltu á myndina hér til hliðar til að nálgast námsefni sem unnið er upp úr þáttunum okkar ,,Íslendingasögurnar á mannamáli".
Þættina má nálgast hér að neðan eða á helstu streymisveitunum.
Þáttaraðir hlaðvarpsins
Brennu-Njáls saga
Sú stærsta. Sú virtasta. Tungurnar brenna sig allhressilega á þessari eldfimu sögu!
Nýjustu þættir hlaðvarpsins
Sjónvarpsþættir
Þættir sem framleiddir voru í samvinnu við Menntakastið haustið 2022 og vorið 2023.
Barnabækur byggðar á Íslendingasögunum
Umsögn um Ofurhetjuna
,,Þrátt fyrir að viðfangsefnin séu þung er sagan uppfull af húmor og textinn lipur og skemmtilegur."
,,Ofurhetjan er saga sem skilur töluvert eftir sig í huga lesandans og getur vakið þarfa umræðu um erfið mál. Óhætt er að mæla með henni fyrir eldri börn og unglinga."
⭐ ⭐ ⭐ ⭐
17. desember 2020
Hjalti Halldórsson annar þáttastjórnandi Ormstunga hefur gefið út sjö barnabækur og margar þeirra eru byggðar á Íslendingasögununum.
Námsefni fyrir Íslendingasögur og barnabækur
Til að ýta undir áhuga og hjálpa fólki enn frekar að njóta Íslendingasagnanna hefur Hjalti Halldórsson búið til námsefni fyrir Íslendingasögurnar og barnabækurnar sem hann hefur samið.