Námsefni

Tilgangur og markmið námsefnisins

Námsefnið á þessari síðu er búið til að Hjalta Halldórssyni og Oddi Inga Guðmundssyni sem eru grunnskólakennarar í Langholtsskóla.

Fyrst ber að nefna námsefni tengt Íslendingasögunum og er tilgangurinn að hjálpa nemendum að tengja við bækurnar en ekki síst að fá fólk til að tjá þínar hugmyndir um þær. Að sama skapi er námsefni upp úr barnabókum Hjalta Halldórssonar með sama markmið.

Að lokum er námsefni sem fjallar um hlapvarp í skólastarfi sem hvatning og fræðsla til fólks að tjá sig með þessum skemmtilega hætti.

Námsefni um Íslendingasögurnar

Útlaginn (heimasíða).pdf

Útlaginn - Gísla saga

Námsefni úr Gísla sögu fyrir unglingastig.

Laxdæla

Námsefni úr Laxdælu fyrir unglingastig.

11. Kvikmyndagerð og Kjalnesinga saga - vefsíða.pdf

Kjalnesinga saga

Námsefni úr Kjalnesinga sögu fyrir unglingastig

Námsefni um barnabækur byggðar á Íslendingasögunum

Ys og þys út af ÖLLU!

Námsefni fyrir barnabókina Ys og þys út af ÖLLU!

Barnabókin er byggð á Laxdælu.

Af hverju ég!

Námsefni fyrir barnabókina Af hverju ég?
Barnabókin er byggð á Egils sögu.

Námsefni um hlaðvörp

Þitt eigið hlaðvarp - vinnubók

Við Ormstungur brennum auðvitað fyrir kennslu og hvetjum nemendur okkar að nýta sér hlaðvarpsformið í námi sínu. Hér fyrir neðan má nálgast vinnubókina ,,Þitt eigið hlaðvarp" sem unnin var í tengslum við námskeiðið ,,Hlaðvarp í skólastarfi" fyrir Mixtúru vorið 2021.

Hlaðvarp í skólastarfi

Hlaðvarp í skólastarfi - glærur

Hér má nálgast glærurnar frá námskeiðinu ,,Hlaðvarp í skólastarfi" fyrir Mixtúru vorið 2021.

Viðtal við Hjalta um námsefnið í Kennarastofunni

,,Þegar ég var að móta hugmyndir mínar um Kennarastofuna og velta fyrir mér hugsanlegum viðmælendum, tók ég strax þá ákvörðun um að tala við einhvern af þeim kennurum sem sjá um Sprellifix, smiðjurnar í Langholtsskóla. Ég kynntist skipulagi þeirra fyrst á kynningu á fyrstu UTís ráðstefnunni á Sauðárkróki 2015 og hef alla tíð síðan hugsað reglulega til þess og reynt að einhverju leyti að máta mína kennslu að því.


Ég hefði getað sest niður með einhverjum af þeim frábæru Smiðjukennurum við skólann en ákvað að hafa samband við Hjalta Halldórsson, ekki síst vegna þess að hann hefur unnið með námsefnið á hinum ýmsu miðlum; hann hefur skrifað barnabækur sem eru byggðar á Íslendingasögum og heldur úti hlaðvarpi, ásamt Oddi Ingi smiðjukennara, um sama efni. Ég hafði sérstakan áhuga á að heyra frá Hjalta um það hvernig gekk að halda fyrirkomulagi Sprellifixins þegar takmarkanir í skólastarfi voru í gildi og hvort eitthvað muni taka breytingum þegar himnarnir opnast á ný."